Afréttarmálanefnd Gnúpverja

20. fundur 21. ágúst 2025 kl. 21:00 - 23:00 Árnes
Nefndarmenn
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Helga Höeg Sigurðardóttir
  • Sigurður Unnar Sigurðsson
Starfsmenn
  • Guðmundur Árnason fjallkóngur
Fundargerð ritaði: Helga Höeg Sigurðardóttir

Dagskrá:

1. Fjallskilum ráðstafað

Sjá hér að neðan.

2. Vesti

Gul, rend endurskins/öryggisvesti frá Húsasmiðjunni verða pöntuð fyrir fjallferð.

3. Réttirnar

Arnór talar við Ara Einarsson um að slá í réttunum. Unglingarnir í unglingavinnunni hjá Landsvirkjun fúavörðu grindur í sumar. Vinnudagur í réttunum verður sunnudaginn 7. september kl 13.

4. Girðingar

Yfirfara þarf safngerðið að Ásólfsstöðum. Guðmundur talar við Hjalta um hestagirðinguna. Arnór talar við Bjarna Másson um að yfirfara hestagirðinguna og safngerðið í Hólaskógi.

5. Skilaréttir

Arnór ræðir við formann afréttarmálanefndar Flóa-og Skeiða um sameiginlegar skilaréttir.

6. Málstefna

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að vísa Málstefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps til fastanefnda sveitarfélagsins. Afréttarmálanefnd tekur heilshugar undir að hygla skuli íslensku máli.

7. Vegamál

Arnór verður í sambandi við Pierre um tímasetningu framkvæmda og vegakafla.

Fundi slitið kl. 23:00

 

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti 2025

Sandleit:

Þjórsárholt: Guðmundur Árnason fjallkóngur

Gunnbjarnarholt: Haukur Arnarsson

Norðurleit:

Steinsholt I: Hrafnhildur Jóhanna Björg Sigurðardóttir

Stóri-Núpur: Hjördís Ólafsdóttir

Eystra-Geldingaholt: Jón Bragi Bergmann

Eystra-Geldingaholt: Anna Birta Jóhannesdóttir

Trúss:

Stöðulfell: Oddur Guðni Bjarnason

Dalsá:

Hæll I: Jóhanna Höeg Sigurðardóttir

Hæll I: Ástráður Unnar Sigurðsson

Hæll II: Bryndís Einarsdóttir

Hæll II: Axel Stefánsson

Hæll II: Helga Kristín Eiríksdóttir

Skarð: Magnús Arngrímur Sigurðsson

Þrándarholt: Brynjar Már Björnsson

Ásar: Baldur Jónsson

Þjórsárholt: Ásta Ivalo Guðmundsdóttir

Hagi II: Jörundur Tadeo Guðmundsson

Gunnbjarnarholt: Pim Peek

Minni-Mástunga: Finnbogi Jóhannsson

Stóri-Núpur: Senthil Iniyan Msk Mahalingam

Trúss:

Hæll I: Steinþór Birgisson

Eftirsafn:

Steinsholt I: Sigurður Loftsson, foringi

Ljóskolluholt: Birkir Þrastarson

Hagi II: Guðmundur Árnason

Hæll I: Valgerður Einarsdóttir

Steinsholt I: Bergur Þór Björnsson

Stóra-Mástunga: Haukur Haraldsson

Þrándarholt: Arnór Hans Þrándarson

Laugardagur

Brúnir: Lilja Loftsdóttir

Þrándarholt: Ingvar Þrándarson

Skarð: Katrín Ástráðsdóttir

Trúss:

Steinsholt I: Sigurður Örn Arnarson

Óráðstafað: fjórir smalar að Dalsá og Sandleitartrúss