Afréttarmálanefnd Gnúpverja

13. fundur 11. apríl 2024 kl. 20:00 - 22:00 Steinsholt
Nefndarmenn
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Gylfi Sigríðarson
  • Helga H. Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Helga Høeg Sigurðardóttir

1. Samtal við sauðfjárbændur

Á fundi afréttarmálanefndar Gnúpverja og sauðfjárbænda í sveitinni þann 4. apríl 2024 voru kynntar tillögur um akstur á fénu af afrétti. Afréttarmálanefnd fyrirhugaði að efna til kosninga meðal sauðfjárbænda um málið í framhaldinu. Vegna þess hve dræmar undirtektir tillagan fékk á fundinum hefur nefndin hætt við að kjósa um málið. Í staðinn mun nefndin halda hugarflugsfund með sauðfjárbændum og freista þess að fá fleiri hugmyndir að skipulagi fjárrekstra og rétta. Á þann hátt telur nefndin sig skoða málið frá öllum hliðum áður en ákvarðanir eru teknar. Afréttarmálanefnd semur spurningar sem hún mun biðja bændur að svara á hugarflugsfundinum. Í framhaldinu sér nefndin fyrir sér að framkvæma rafræna skoðanakönnun meðal sauðfjárbænda til þess að kanna vilja bænda um þessi mál. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar yrði leiðbeinandi fyrir áframhaldandi vinnu afréttarmálanefndarinnar um fjárrekstra og réttir.

2. Breytingartillögur á fjallskilum

Breytingartillögur á fjallskilum voru kynntar sauðfjárbændum í fyrra og aftur á fundi eftir aðalfund Landbótafélagsins í síðustu viku. Afréttarmálanefnd sendir erindi til sveitarstjórnar um breytingartillögu á fjallskilum. Í tillögunni segir að þeir bæir sem setja fé á Gnúpverjaafrétt skuli útvegi smala í hlutfalli við fjölda fjár á afrétti. Samhliða þessum breytingum leggur nefndin til að laun fjallmanna verði felld úr fjallskilum.

Fundi slitið kl. 22.00