Afréttarmálanefnd Gnúpverja

3. fundur 10. desember 2014 kl. 20:00

3. fundur í Afréttarmálanefnd haldinn í Árnesi 10. des 2014.

Nefndarfólk mætt þau: Lilja Loftsdóttir form. Bjarni Másson og Oddur Guðni Bjarnason sem ritaði fundargerð.

Gestir fundarins voru:  Arnór Hans Þrándarson, Ingvar Þrándarson og Sigurður Unnar Sigurðsson þeir hafa séð um að skipuleggja og leitað tilboða í nýtt afréttarhús sem byggja á í Tjarnarveri næsta sumar, einnig hafa þeir tekið að sér að vera hönnuðir og smiðir þessa húss. Öll leyfi er fengin fyrir byggingu hússins.

Komin eru tilboð í glugga og hurðir frá Glerborg KR. 601.000  einnig er komið tilboð í efnið í húsið frá BYKO upp á KR.906.000 verðin eru án VSK. Ákveðið að fela Arnóri að ganga frá kaupum á efninu fyrir áramót í samráði við Kristófer sveitastjóra. Ákveðið að smíða húseiningarnar í byggð fljótlega á nýju ári og safna saman mannskap til verksins. Stefnt að því að reysa húsið í lok ágúst og það verði tilbúið fyrir fjallferð.

Gestir fundarins viku af fundi.

Rætt var um heymál í afréttahús og verðlagningu á því.

Rætt var um pantanir og umsjón á afréttahúsum og í hvaða farveg þau ættu að vera, hugsanlega taka staðfestingargjald um leið og húsin eru pöntuð, þá var rætt um að hafa börn yngri en 13 ára gjaldfrí, ákveðið að kanna hvernig er staðið að þessum málum í öðrum húsum.Tillaga kom um gjaldskrá fyrir afréttahúsin. Gljúfurleit KR. 3.000 á mann. Bjarnalækur KR. 2.500 á mann Tjarnarver KR. 800 á mann.

Rætt um nýja afréttagirðingu frá Háafossi að Hólaskógi og að skoðað verði að finna henni nýtt og betra stæði Lilja og Bjarni fara í að skoða málið.

Fundi slitið.