Afréttarmálanefnd Gnúpverja

4. fundur 05. ágúst 2015 kl. 20:00

4. fundur haldinn í Háholti miðvikudaginn 5. ágúst 2015

Fundur hófst kl. 20:00

Fundinn sátu Lilja Loftsdóttir og Bjarni Másson. Oddur Bjarnason boðaði forföll.  Einnig sátu fundinn Arnór Hans Þrándarson, Ingvar Þrándarson og Sigurður Unnar Sigurðssson á meðan fyrsti fundarliður var ræddur.

Fundarefni. 1. Framkvæmdir í Tjarnarveri, 2. Afréttargirðing, 3. Önnur mál.

1.       Ræddar tímasettningar hvenær hægt verður að fara inn í Tjarnarver til framkvæmda á nýju húsi þar. Stefnt er að þeir fyrstu fari fimmtudaginn 20. ágúst, fleiri komi svo í kjölfarið til að vinna þá helgi. Í byrjun þurfa að vera allavegana fjórir sem taki jafnframt með sér mest af því efni sem þarf að fara. Koma þarf einingunum ( flekunum ) sem settir voru saman í vetur, einangrun, járni, gluggum, hurðum, sperruefni, staurum í undirstöður, rafstöð, verkfærum og ýmsu fleira sem nota þarf. Einn til tveir traktorar með vagna þurfa að fara sem jafnframt bora fyrir staurunum og koma möl í holurnar. Ágúst frá Ásum hefur boðist til að fara á vörubíl með flutning innúr. Kanna á hvort þessi tími passi fyrir hann eða þá hann geti fari með hluta af þessu fyrr. Ýmsir hafa sínt því áhuga að taka þátt í verkinu og verður nú kannað hverjir komast þessa daga. Verkið er unnið í sjálfboðavinnu en allir fá að borða frítt. Maturinn er greiddur með framkvæmdarpeningum.

2.       Endurnýja þarf afréttargirðinguna alla. Í skoðun er að færa hana frá þeim stað sem hún stendur nú. Hugmyndin er að hún byrji á sama stað og hún er í dag framan við Háafoss fari þaðan til austurs yfir veginn sem liggur upp að Háafossi innarlega í Karnesingnum síðan innan við háspennulínuna að bílvaðinu á línuveginum yfir Rauðá, eftir það með línuveginum að landgræðslugirðingunni. Með þessu teljum við að auðveldara verði að sinna girðingunni og losna nokkurnvegin við gil og skorninga. Auk þess mun umferð um hana minnkar til muna en það hefur verið vandamál við Hólaskóg þar sem hlið eru of oft skilin eftir opin. Ef af þessu verður hyggjumst við nota þá peninga sem við fengum þetta árið til að undirbúa nýtt girðingarstæði og kaupa girðingarefni eins og hægt er. Ákvörðun um þetta verkefni verður endanlega tekin á næstu vikum.

3.       Unglingavinnan í Búrfelli er tilbúin að koma í síðastalagi mánudaginn 17. ágúst  og slá fyrir okkur í kringum réttirnar. Lilja er búin að tala við Kristófer sveitarstjóra um að þau fái hádegismat í Árnesi og gaf hann leyfi fyrir því.  

Annar fundur verður  haldinn fljótlega upp úr 20. ágúst til að jafna niður fjallskilum.

Fundi slitið kl. 21:30

Fundarritari Lilja Loftsdóttir.