Afréttarmálanefnd Gnúpverja

14. fundur 13. mars 2018 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Mætt voru Lilja Loftsdóttir
  • Oddur Guðni Bjarnason
  • Sigrún Bjarnadóttir sem tekur sæti Bjarna Mássonar. Einnig sat Kristófer A. Tómasson sveitastjóri fundinn

14. fundur Afréttamálanefndar í Árnesi 13. mars 2018 kl.20.00.

 Tekin var fyrir tillaga um breytingu á fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna nr. 711/2012 frá Héraðsnefnd Árnessýslu.

Afréttamálanefnd ræddi tillöguna, og taldi þessa breytingu til einföldunar og til bóta og samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Rætt var um breytingar á smölun og réttir, nefndin sammála um að rétt sé að skoða málið með þeim afréttanefndum sem er í samsmölun,  og ef að breytingum verður, verði það kynnt vel fyrir hagsmuna aðilum, það er fjáreigendum, ferðaþjónustuaðilum og öðrum sem málið varðar með góðum fyrirvara.

Boðaður er fundur um breytingatillöguna og fleiri mál þessu tengt á Selfossi fimmtudaginn 22. mars var ákveðið að Lilja Loftsdóttir og Kristófer A. Tómasson mættu á fundin.

Önnur mál: Lilja óskaði eftir því að fá að ganga frá samkomulagi á verklokum vegna Tjarnarvers við Þrándrholt sf. var það samþykkt.

Fundi slitið kl. 21.00