Afréttarmálanefnd Gnúpverja

1. fundur 25. júní 2018 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Lilja Loftsdóttir
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Gylfi Sigríðarson
  • Kristófer Tómasson

Lilja setti fundinn.

Samþykkt samhljóða að Lilja gegni formennsku nefndarinnar.

Rætt um lagfærinu á veginum inn á afrétt, ákveðið að fara í það verkefni fyrir veturinn.

Ákveðið að klára nýja húsið í Tjarnarveri seinni part sumars og stefnt að hátíðarhöldum þar inn frá er öllu er lokið.

Farið yfir hvað þarf að gera inni á afrétti. M.a. fara með afgréttargirðingunni, sem og gerðinu í Skúmstungum, smíða grindur í hlið á áfréttargirðingunni.

Nefndin telur nauðsynlegt að skoða hvaða möguleikar séu í að hækka réttarveggina í Skaftholtsrétt og hverning sé best að standa að því.

fFleira ekki. 

Fundi slitið kl. 21:00

 

Gögn og fylgiskjöl: