Afréttarmálanefnd Gnúpverja

8. fundur 04. október 2019 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Fundinn sátu:  Gylfi Sigríðarson
  • Arnór Hans Þrándarson
  •   Lilja Loftsdóttir
  • Kristófer Tómasson
  •  

Fundur Afréttarmálanefndar Gnúpverjaafréttar.

Fundarstaður  Árnes        Tími   16:00           Fundargerð nr.           Dags. 04.10.2019

Fundarefni: Girðingar, Lagfæring á réttarveggjum, Vegavinna, Fjárhagsáætlun.

Rætt um framhald endurnýjunar á girðingu inn Hafið hvort ekki sé rétt að breyta innri hluta hennar til einföldunar. Ákveðið að biðja Garðar Þorfinnsson að mæta á fund til að ræða hugmyndir sem komnar eru.  Gylfi mun senda hugmyndir að breytingu til Landgræðslunar til umhugsunar fyrir þann fund.

Hugmyn er um að setja upp  safnhólf við Hólaskóg til að geyma féð í nóttina sem legið er þar til að létta smölun morgunin sem farið er þaðan. Gylfi, Arnór og Guðmundur Kóngur hafa skoðað aðstæður  og líst vel á að setja upp hólf á grasbalanum fyrir framan fjallhestagirðinguna. Málið skoðað áfram.

Lagfæringar og breytingar á girðingum við réttirnar. Svæði fyrir ökutæki var stækkað í haust og þarf að slétta það næsta vor. Endurnýja þarf hluta girðinganna og betrum bæta aðrar.

Víglundur Kristjánsson og Björn Hrannar Björnsson eru byrjaðir lagfæringar á réttarveggjum ,munu þeir vonandi klár innan tíðar.

Ristahlið sem setja átti við Gjánna verður vonandi komið niður fyrir veturinn mun Eiríkur Kristinn sjá um það.

Vinna við afréttarveginn er í gangi

Sækja þarf um fjárveitingu til viðhalds og framkvæmda næsta árs. Mun Gylfi formaður setja saman umsókn til að senda til Sveitarstjórnar.

 

Fundi slitið:  17:50

Fundarritari: Lilja Loftsdóttir