Afréttarmálanefnd Gnúpverja

5. fundur 21. maí 2019 kl. 16:00
Nefndarmenn
 • Fundinn sátu: Lilja Loftsdóttir
 • Gylfi Sigríðarson
 • Arnór Hans Þrándarson
 • Kristófer Tómasson
 • Garðar Þorfinnsson frá Landgræðslunni. 

Fundur Afréttarmálanefndar Gnúpverjaafréttar. 21.maí 2019

Fundarstaður Árnes.                        Tími kl:16:00                                   Fundargerð nr.5

Fundarefni: Girðingarmál milli afréttar og Landgræðslu,Lagfæringar á réttum,Girðingar við réttir, Vegagerð á afréttinum, Undirbúningur afréttarhúsanna fyrir sumartraffík.

 • Garðar mætti á fundinn til að yfirfara með nefndinni  verklagið á þeim girðingum sem þeim tilheyra og   liggja að afréttinum. Aðili frá þeim yfirfer girðinguna ár hvert áður en rekið er á fjall. Hann sagði girðinguna hafa mestmegnis verið straumlausa í fyrra sumar en af hvaða ástæðu vissi hann ekki, virðist sem rafmagnið sé á tíðum tekið af girðingunni í Hólaskógi. Nefndar menn ætla að fylgjast með því máli betur í sumar og sjá til þess að straumur verði. Ósk frá nefndinni að sá hluti girðingarinnar sem tengist nýju afráttargirðingunni framan við gamla tjaldstæðið við Sandafell  upp fellið  og í netgirðinguna ofan við tengivirkið við Sultartangavirkjun verði skipt út og þar sett netgirðing. Telur nefndin að þar sé veikur punktur og núverandi girðing haldi afréttarfénu ekki nógu vel. Garðar var tilbúin að skoða þess ósk það yrði þó ekki á þessu ári, en sjálfsagt að skoða málið. Meðfylgjandi eru þeir punktar sem ræddir voru og Garðar sendi eftir fundinn.   Garðar af fundi kl.17:00
 • Nefndin hefur verið að velta fyrir sér hvernig hægt sé á sem farsælasta máta en um leið ekki of kostnaðan saman hátt að lagfæra réttarveggina bæði þannig að þeir haldi betur fé  og efnið sem ofan á þeim er gangist ekki meira niður en orðið er. Nefndin fékk til liðs við sig Björn Hrannar Björnsson til að skoða málið og hefur hann ásamt Víglundi Kristjánssyni hleðslumeistara komi með þá tillögu að fá rótargott torf og troða því vel niður í veggina hlaða síðan þykka sniddu ofaná veggina og  hafa hana vel kúfta.  Eru þeir tilbúnir að prófa þetta á tveimur veggjum auk þess að laga hleðsluna við hringhliðið núna í sumar ef fjármagn fæst. Krónur 700 þúsund vilja þeir fá fyrir þessa vinnu.
 • Girðingar við réttirnar þarf orðið að laga, einnig teljum við þörf á að færa til girðingar þannig að bílastæði verði  stærri. Áætlum við efniskostnað upp á 120.000kr.til að geta gert það sem við teljum æskilegt.
 • Beðið er eftir svari um umsókn í Fjallvegasjóð áður en ákvörðun verður tekin um hvaða vegabætur verður farið í þetta árið.
 • Nefndin mun taka að sér eins og síðasta  sumar fyrstu þrif á afréttarhúsunum og lagfæringar á hestagirðingum þ.e. í Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotnum og Tjarnarveri. Lilja mun sinna því verki. Arnór mun sjá til þess að eldunaraðstaða í Bjarnalækjarbotnum verði kláruð og smíðaðar verði rimlagrindur sem lagðar verða í hesthúsgólfið í Tjarnarveri.  Að öðru leiti mun nefndin ekki sinna sumarrekstrinum.
 • Að beiðni Lilju mun hún nú hætta sem formaður nefndarinnar og tekur Gylfi Sigríðarson við því embætti.

Fundi slitið: 17:50  

 Fundarritari: Lilja Loftsdóttir