Afréttarmálanefnd Gnúpverja

4. fundur 10. apríl 2019 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Kristófer Tómasson Sveitarstjóri
  •   Arnór Hans Þrándarson
  • Gylfi Sigríðarson og  Lilja Loftsdóttir Afréttarmálanefnd Gnúpverjaafréttar
  • Jón H Gíslason
  • Olivera Ilic Landsvirkjun
  • Hrönn Guðmundsdóttir Hekluskógum
  • Trausti Jóhannsson
  • Jóhannes H Sigurðsson Skógræktinni
  • Landgræðslan fékk einnig fundarboð
  • en gátu því miður ekki sent fulltrúa þennan dag.  Verða boðuð síðar til fundar við Afréttarmálanefnd
  • sveitarstjóra

Fundargerð nr. 4

Fundarstaður. Árnes    Dagsetning.  10.apríl 2019         Tími: kl. 16:00

Fundarefni: Girðingarmál milli aðila Gnúpverjaafréttar og þeirra aðila sem eiga eða hafa umsjón með landi sem liggur að afréttinum.

Eftirfarandi mál rædd:

Farið yfir þær girðingar sem liggja að afréttinum og fyrirkomulag viðhalds á þeim. Fyrirkomulagið nokkuð ljóstGirðingin meðfram veginum á Hafinu stendur þó útaf og hefur ekki verið viðhaldið í nokkurn tíma. Landsvirkjun girti þessa girðingu á sínum tíma þegar framkvæmdir hófust við Sultartanga til að varna því að fé kæmist yfir Þjórsá. Eftir að framkvæmdum lauk og girðing kom jafnframt yfir Sandafellið ofan við Bláskóga  telja  þau þessa girðingu ekki á sínum vegum lengur.  Ristahlið sem var á veginum innan við Ísakot var tekið í burtu eftir  að girðingin kom með veginum og því er nú spurning hvort Vegagerðin eigi að koma að viðhaldi þessarar girðingar. Unnið verður í málinu til að hægt verði að koma þessari girðingu í lag. Meðfylgjandi kort sýnir fyrirkomulag girðinganna.

Hliðið á veginum ofan við Gjánna er of oft skilið eftir opið og stundum verið rætt að setja þar ristahlið. Ákveðið að hrinda því í framkvæmd nú í sumar. Skógræktin á hlið sem ekki er í notkun og ætlar að koma því á staðinn en Kristófer lofar að sjá til þess að því verði komið niður.

Þá var rætt hvort ekki sé nauðsynlegt að setja skilti á íslensku og ensku á hliðin að þeim eigi að loka. Kristófer ætlar að vinna í því.

Olivera og Hrönn sögðu frá því að ekki yrði borið kjötmjöl á Hekkluskógasvæðið fyrr en í haust eftir smölun.

Fundi slitið kl. 17:00

Fundarritari: Lilja Loftsdóttir