Vínarbrauðstónleikar Tónlistarskólans 14. maí kl. 11:00

Mynd úr Árnesi við annað tækifæri
Mynd úr Árnesi við annað tækifæri

Strengjadeild Tónlistarskóla Árnesinga stendur fyrir Vínarbrauðstónleikum í Árnesi  sunnudaginn 14. maí  kl. 11:00. Þar munu strengjahópar nemenda allt frá 5 ára aldri til langt kominna nemenda ásamt yngri og eldri strengjasveit skólans flytja fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Kaffihúsastemmning mun ríkja. Aðgangur er ókeypis.