Vilt þú gerast stuðningsfjölskylda?

Vinir
Vinir

Skóla og velferðaþjónusta Árnesþings óskar eftir stuðningsfjölskyldum.

 

Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn eða börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu

þeirra. Stuðningsfjölskylda léttir ekki einungis álagi af fjölskyldum heldur gefur það barninu möguleika á aukinni félagslegri þátttöku.
 Um er að ræða 2-4 sólarhringa í mánuði og er gerður samningur þar um.

Umsóknar eyðublað má finna á heimasíðu Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings www.arnesthing.is.

Frekari upplýsingar veitir Edda Sigurjónsdóttir, félagsráðgjafi, í síma 480-1180 eða á netfanginu edda@laugaras.is