Valgerður aðeins bráðabana frá bronsverðlaunum á EM

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested frá Hæli, lauk á dögunum keppni á Evrópumeistaramótinu innandyra í Varazdin Króatíu þar sem hún endaði í 4 sæti í liðakeppni og 9 sæti einstaklingskeppni.

Valgerður komst áfram í útsláttarleiki liða og einstaklinga eftir undankeppni EM á þriðjudaginn. Hún skoraði nægilega hátt til þess að sitja hjá í leikjum og fara beint í 16 manna úrslit.

Sveigboga kvenna liðið, sem Valgerður var partur af, var hársbreidd frá því að tryggja sér brons verðlaunin á EM í brons úrslitaleik sem endaði jafn 4-4 gegn Moldóvu. Bráðabana (shoot off) þurfti til þess að brjóta jafnteflið og ákvarða hvort liðið hreppti bronsið, en þar hafði Moldóva betur á síðustu örinni. Íslenska liðið endaði í 4 sæti á EM, sem er hæsta sæti sem Ísland hefur náð til dags í sveigboga kvenna. Brons úrslitaleiknum var streymt í beinni og hægt að sjá hann hér fyrir neðan.

Í einstaklingskeppni var Valgerður sleginn út í 16 manna úrslitum 6-0 af Denisa Barankova frá Slóvakíu og Valgerður endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni,

34 Íslenskir keppendur og 11 Íslensk lið voru skráð til keppni frá Íslandi í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem var á þriðjudagin síðastliðinn. Þetta er stærsti hópur Íslands til dags á EM og því vægast sagt mikið sem er búið að ganga á í vikunni. EM var haldið 19-24 febrúar og Íslensku keppendurnir voru að lenda heima á Íslandi í dag.

Nánari upplýsingar um gengi annarra keppenda Íslands á EM er hægt að finna í fréttum á archery.is og bogfimi.is