Tvö óskilahross í Skeiða – og Gnúpverjahreppi

Jarpa hryssan sem fannst 16. júlí
Jarpa hryssan sem fannst 16. júlí

Brúnn graðhestur 2- 4 vetra gamall ómerktur og ómarkaður var handsamaður 1 ágúst sl í Steinsholti. Hrossið er í vörslu Björns Jónssonar að Vorsabæ 2. Þeir sem kannast við lýsinguna á hrossinu, er bent á að hafa samband við Björn í síma 861-9634 eða sveitarstjóra í síma 486-6113.

Rauðjarpt mertrippi 2-3 vetra gamalt ómerkt og ómarkað fannst 16. júlí sl. í Þjórsárdal. Hrossið er í vörslu Bjarna Mássonar í Háholti.

Þeir sem kannast við lýsinguna á hrossinu, er bent á að hafa samband við  Bjarna í síma 862-4917 eða sveitarstjóra í síma 486-6113

Ef eigendur hrossanna finnast ekki verða hrossin seld eftir tiltekinn tíma á uppboði með vísan til 4. mgr. 59. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil ofl.

Myndir af  hrossunum eru meðf.

Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 

  • Brúni folinn