Trén geta truflað umferðaröryggi

Það kannast margir við að trjágróður getur byrgt sýn í umferðinni. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur tekið umræðu um þá hættu sem getur stafað af trjágróðri á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu þar sem vegir mætast.  Hefur þegar verið tekið til við að fella tré á stöðum þar sem þetta er greinilegt vandamál. Leitað hefur verið samráðs við landeigendur og Vegagerðina í þeim efnum.  Á myndunum má sjá hvar fækkað hefur verið Öspum við afleggjarann að Votumýri við Skeiða- og Hrunamannaveg.