Þjórsárskóli óskar eftir starfsfólki í ræstingar

Þjórsárskóli
Þjórsárskóli

Þjórsárskóli auglýsir eftir starfsfólki í ræstingar í 50-70% starfshlutfall.
Helstu verkefni:
• Þrif á rýmum og kennslustofum í Þjórsárskóla
• Önnur þrif og verkefni eftir þörfum í samráði við sveitarstjóra

Hæfniskröfur:
• Sé stundvís og reglusöm/samur
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Samstarfshæfni og samstarfsvilji.
• Þagnarheit oig virðing fyrir því
• Temur sér rétta líkamsbeitingu
• Getur tekið leiðbeiningum og gagnrýni
• Góð færni í almennum samskiptum
• Sýnir kurteisi

Vinnutími er sveigjanlegur en miðað er við að unnið sé mánudaga- föstudaga. Heimilt er að vinna á starfstíma skólans og/eða eftir að skóladegi lýkur.

Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-9. bekk. Nemendur eru rétt rúmlega 60 talsins og er þeim kennt í þremur kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, útikennslu og umhverfið. Skólinn er stækkandi og stefnir í heildstæðan grunnskóla eftir eitt ár.


Á heimasíðu skólans, www.thjorsarskoli.is, eru frekari upplýsingar um skólann og starfsemi hans.
Nánari upplýsingar veita Guðmundur Finnbogason, skólastjóri, sími 895-2409, netfang: gudmundur@thjorsarskoli.is

Öll eru hvött til að sækja um. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á að við ráðningu er heimilt að óska eftir upplýsingum úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.