Þjórsárskóli óskar eftir starfsfólki

 

Um er að ræða allt að 100% starf í eftirfarandi verkefnum:

Umsjón skólavistar og frístundar

  • Umsjón með skólavist og frístund eftir skóla.
  • Skipulag dagskrár
  • Umsjón með dagskrá
  • Vinna með nemendum
  • Samskipti við foreldra
  • Samskipti við íþróttaþjálfara
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við skólastjóra

Skólavist og frístund er mánudag til fimmtudag frá kl 13-16.

Starfshlutfall er 30-35%

 

Þrif í skólahúsnæði

  • Almenn þrif á skólahúsnæði. Þar á meðal ræstingar og eftirfylgni með hreinlætisbúnaði og efnum.
  • Unnið er sjálfstætt í samræmi við áætlun um þrif.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við skólastjóra

Möguleiki er að hefja vinnudag að morgni en æskilegt að fara yfir hluta húsnæðis eftir klukkan 16:00, mánudaga til fimmtudaga eða eftir klukkan 12:00 á föstudegi.

Vinnutími er sveigjanlegur og samkomulagsatriði.

Starfshlutfall um 65-70%

 

Starfskjör eru í samræmi við gildandi kjarassamninga milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Finnbogason, skólastjóri, á netfanginu gudmundur@thjorsarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 19. janúar nk. 

Öll hvött til að sækja um starfið.