Talning atkvæða í íbúakosningu

Talning atkvæða í íbúakosningu um hvort skipta eigi um nafn á sveitarfélaginu, fer fram eftir að kjörfundi lýkur um kl. 22.00 laugardaginn 1. júní í Þjórsárskóla. Samkvæmt reglugerð um íbúakosningu sveitarfélaga skal talning atkvæða fara fram fyrir opnum dyrum svo að almenningi gefist kostur á að vera viðstaddur eftir því sem húsrúm leyfir. Niðurstaða kosningarinnar verður að lokinni talningu kunngjörð á heimasíðu sveitarfélagsins og samfélagsmiðlum eftir atvikum.