- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Búast má við umferðartöfum v. fjárrekstrar á Þjórsárdalsvegi (nr.32) frá hádegi og fram eftir degi fimmtudaginn 11. september, allt frá Búrfelli og að Ásólfsstöðum.
Föstudaginn 12. september má búast við töfum á Þjórsárdalsvegi frá Ásólfstöðum að Skaftholtsréttum á milli kl. 6.00 til ca. 10.00
Tafir verða á milli Bólstaðar og Sandlækjarholts frá kl. 16 - 18 föstudaginn 12. september vegna fjárrekstrar og búast má við umferðartöfum fyrir ofan og neðan þetta svæði þann dag.
Búast má við umferðartöfum á Skeiðavegi (nr. 30), laugardaginn 13. september v. fjárrekstra úr réttum.
Skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður lokuð föstudaginn 12. september og gámasvæðið í Árnesi verður lokað laugardaginn 13. september vegna rétta í sveitarfélaginu.
Að lokum: Munum að þessa helgi er allajafna mikil umferð ríðandi vegfarenda og farið að skyggja snemma á kvöldin - förum varlega öllsömul, vel merkt í myrkrinu og alltaf edrú og þolinmóð undir stýri svo öll eigi góða helgi og komist heil heim