Tafir á umferð fimmtudag, föstudag og laugardag

Fé rekið í réttir
Fé rekið í réttir

Dagana 10., 11. september verða óhjákvæmilegar tafir á umferð á vegi nr. 32  Þjórsárdalsvegi og  12. sept.  á vegi nr. 30  Skeiðavegi.  Fimmtudaginn 10. sept.  frá kl. 13 - 16 verða þeir sem eru að koma frá Búrfelli og ofar að vera á eftir fjárrekstri frá Fossárbrú og að Ásólfsstöðum en komast þá framhjá  frá  ca kl. 16– 18:30 en úr því er engan veginn hægt að fara fram úr  fyrr en við Fossnes um kl. 21:00. (Hjáleið er þó fær niður Landsveit með því  að fara yfir Þjórsá við Sultartanga.) 11. sept. Skaftholtsréttir.  Vegur lokaður frá Fossnesi að Skaftholtsréttum frá kl. 07:30 —12  ( hjáleið fær um Löngudælaholt, gamla þjóðveginn.) Kl. 16—20 lokaður vegur frá Árnesi að Reykjaréttum en tafir ef ekið er frá Reykjaréttum  í Árnes. Hjáleið Landsveit um Þjórsárbrú við Sultartanga.  12. sept. Reykjaréttir.  Tafir geta orðið á  vegi nr. 30 Skeiðavegi frá kl. 13 og eitthvað fram eftir degi vegna fjárrekstra bænda úr Reykjaréttum.