Skrifstofan lokuð föstudaginn 22. september

Göngubrúin yfir Þjórsá
Göngubrúin yfir Þjórsá

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð föstudaginn 22. september næstkomandi vegna fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjármálaráðstefnan er haldin árlega og er núna dagana 21. og 22. september. Auk þess er starfsfólk skrifstofunnar að fara á ráðstefnuna Með vindinn í fangið sem haldin er af KPMG miðvikudaginn 20. september. Starfsemi á skrifstofunni er því í lágmarki dagana 20. og 21. september og eins og áður sagði; lokuð föstudaginn  22. september.