Skólaþing

Mynd af óskum, kröfum og þrám nemenda í Leikholti um skólann sinn
Mynd af óskum, kröfum og þrám nemenda í Leikholti um skólann sinn

Síðustu vikur þá hefur undirbúningur og vinna við Skólaþing farið fram. Haldnir hafa verið vinnufundir með öllum sem starfa í skólunum, bæði kennurum og nemendum. Samtalið hefur verið ótrúlega skemmtilegt og þá var sérstaklega gaman að fá teikningu frá krökkunum í Leikholti sem teiknuðu upp hvernig skóli ætti að vera. Á laugardaginn síðasta var svo Skólaþing fyrir alla íbúa og átti sér stað frábært samtal um allt sem snýr að því hvernig starfið í skólunum er og hvernig við viljum sjá skólana okkar þróast til framtíðar. Nú tekur við vinna við að greina öll gögnin frá öllum fundum síðustu vikna.