Skipulagsauglýsing

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting – 2206010

         Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. desember 2022 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bæjaráss veiðihúss í landi                         Laxárdals. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á afþreyingar- og ferðamannasvæðinu Stóra-Laxá, veiðihús (svæði AF2) í landi Laxárdals. Með breytingunni verður           AF2 tvískipt svæði þar sem gert er ráð fyrir nýju veiðihúsi að lóðinni Bæjarás veiðihús L233313. Breyting verður gerð á greinargerð aðalskipulags- og skipulagsuppdrætti

 

Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deiliskipulagsáætlana :

Bæjarás; Veiðihús; Deiliskipulag – 2203038

         Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. desember 2022 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til veiðihúss að Bæjarási í landi                           Laxárdals. Innan lóðarinnar er heimilt að byggja allt að 300 fm veiðihús á einni hæð sem þjónar starfsemi tengdri veiðifélagi árinnar. Hús sem gestir geta haft tímabundna                           gistingu í og þegið þá þjónustu sem verður í boði. Heimilt er að leigja út gistingu til ferðamanna allt árið um kring. Samhliða er auglýst breyting á aðalskipulagi sem tekur til                       viðkomandi svæðis.

 

Málin eru skipulagsmál í auglýsingu frá 19. janúar 2023 með athugasemdafrest til og með 3. mars 2023. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur og fylgigögn með þeim á vefslóðinni www.utu.is

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU