Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir starfsfólki

Mynd ekki tengd auglýsingu
Mynd ekki tengd auglýsingu

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir starfsfólki í Þjórsárstofu frá 1. júní – 31. ágúst nk: Verksvið: Umsjón Þjórsárstofu- Upplýsingamiðlun til ferðamanna. Umsjón með tjaldsvæði við Árnes. Gerð er krafa um enskukunnáttu, þekkingu á staðháttum lágmarksaldur 20 ár.

 Verkstjóri í vinnuskóla og tilfallandi störf sumar 2017. Verksvið: Umsjón með vinnuskóla og tilfallandi störf í áhaldahúsi. Tímabil 1. júní til 20. ágúst.

 Matreiðslumaður í skólamötuneyti: Ráðning frá 1 júní nk. Framtíðarstarf. Gerð er krafa um menntun í matreiðslu eða sambærilegum greinum. Í öllum störfum er gerð krafa um lipurð í samskiptum, reglusemi og hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 25. apríl n.k. og skal skila umsóknum til Kristófers Tómassonar sveitarstjóra í síma 486-6100 eða 861-7150 netfang: kristofer@skeidgnup.is hann veitir nánari upplýsingar