- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Útnefningin byggir á niðurstöðum könnunar sem send var til allra félagsmanna bæjarstarfsmannafélags innan BSRB.
Í ár svöruðu um 7000 þátttakendur könnuninni sem er metþáttaka en könnunin er gerð í samstarfi við Gallup.
Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga og er tilgangur könnunarinnar að hvetja stjórnendur sveitarfélaga til að veita starfsumhverfi meiri athygli. Fjögur efstu sveitarfélögin, sem komu best út í könnuninni, hljóta svo sæmdarverðlaunin Sveitarfélag ársins.
Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahreppi að fá svo góða niðurstöðu og hvetur okkur stjórnendur til að viðhalda því starfsumhverfi sem er í dag innan okkar sveitarfélags sem og að ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf.
Önnur sveitarfélög sem hlutu verðlaun í ár eru Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur. Það er virkilega gaman að sjá svo góðar niðurstöður í öllum sveitarfélögum í Uppsveitum Árnessýslu og óskum við þeim öllum til hamingju með góðan árangur.