Ósk um tilboð í leigu á veiðirétti í Fossá og Rauðá í Þjórsárdal

Hjálparfoss í Fossá
Hjálparfoss í Fossá

Skeiða- og Gnúpverjahreppur og forsætisráðuneytið óska eftir tilboðum í leigu á öllum veiðirétti í Fossá og Rauðá í Þjórsárdal fyrir veiðitímabilin 2025 og 2026, með almennu útboði. Í veiðiréttinum felst hagnýting og skylda til að ráðstafa veiði í ánni til almennings. Fjallað er um fyrirkomulag veiða í ánum í 1. mgr. 17. og 18. gr. laga nr. 62/2006 um lax-og silungsveiði.

Árfarvegur lax-og silungsveiðiárinnar Fossár í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hlykkjast á milli þjóðlendnanna, Gnúpverjaafréttar og Landgræðslusvæðis í Þjórsárdal. Farvegur árinnar Rauðár í sama sveitarfélagi, liggur hins vegar á milli þjóðlendnanna, Gnúpverjaafréttar og Búrfells- og Skeljafellslands.
Um er að ræða tvö veiðisvæði, annars vegar ofan Hjálparfoss og hins vegar neðan Hjálparfoss. Veiðisvæðin verða aðeins leigð út til eins aðila skv. samningi þar um.

Um veiði í ánum fer eftir lögum um lax og silungsveiði nr. 61/2006.

Útboðsgögnin fást afhent með rafrænum hætti hjá Sylvíu Karen Heimisdóttur, sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps á netfanginu: sylviakaren@skeidgnup.is
Tilboðum skal skilað í lokuðum umslögum eigi síðar en kl. 10:00 þann 5. júní 2025 þar sem þau verða opnuð i viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Frávikstilboð eru óheimil.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur
og forsætisráðuneytið