Opinn fundur GróLindar í Árnessýslu 8. apríl kl. 20:30

Í Brautarholti, þann 8. apríl kl. 20:30 býður Landgræðslan  til kynningar - og samráðsfundar um verkefnið GróLind, mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands. Á fundinum verður fjallað um aðferðafræði verkerfnisins m.a. ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, beitaratferli suðfjár ( GPSkindur) og samstarf við landnotendur.

Landgræðslan hvetur fólk til að mæta og taka virkan þátt í þróun verkefnisins.