- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hinn 25. apríl sl. var samþykkt að ráða Guðmund Finnbogason í starf skólastjóra Þjórsárskóla.
Alls sóttu 6 einstaklingar um starfið en þrír dógu umsóknir sínar tilbaka eftir að umsóknarfrestur rann út hinn 14. apríl.
Auglýst var eftir metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga með áhuga á uppbyggingu skólastarfs til framtíðar sem jafnframt er með réttindi til kennslu og reynslu af stjórnun.
Guðmundur Finnbogason mun taka við starfinu af Bolette H. Koch sem hefur verið í starfi skólastjóra Þjórsárskóla frá árinu 2011 og hyggst láta af störfum að liðnu skólaári 2024-2025.
Guðmundur er með B. Ed próf í grunnskólakennarafæðum, viðbótardiplóma í menntastjórnun og matsfræði og er að ljúka MBA námi frá UHI í Skotlandi. Guðmundur starfaði áður sem aðstoðarskólastjóri í Bláskógaskóla á Laugarvatni árin 2017-2022 og var framkvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni á árunum 2014-2017. Síðustu þrjú ár hefur Guðmundur starfað sem verkefnastjóri hjá Landsvirkjun.
Guðmundur er giftur Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur og eiga þau þrjú börn og búa þau á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Guðmundur mun formlega hefja störf í byrjun ágúst nk.