Nýr skipulagsfulltrúi ráðinn

Sigríður Kristjánsdóttir, nýráðinn skipulagsfulltrúi Uppsveita
Sigríður Kristjánsdóttir, nýráðinn skipulagsfulltrúi Uppsveita

Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin skipulagsfulltrúi UTU og hefur hafið störf. Sigríður er með víðtæka menntun og reynslu á sviði skipulagsmála. Hún er með doktorspróf í umhverfisvísindum frá University of Birmingham, meistaragráðu í borgarskipulagi frá University of Washington og B.Sc. gráðu í landfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur jafnframt lokið fjölmörgum sérhæfðum námskeiðum og hlotið réttindi sem löggiltur skipulagsfræðingur.

Sigríður hefur starfað sem skipulagsfulltrúi í nokkrum sveitarfélögum, þar á meðal Múlaþingi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit, og hefur jafnframt verið dósent og deildarforseti skipulags- og hönnunardeildar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur tekið virkan þátt í mótun kennslu í skipulagsfræði og hefur setið í fjölmörgum nefndum og fagráðum á sviði skipulags- og umhverfismála. Hún hefur einnig ritstýrt og birt fjölda ritrýndra greina og bókarkafla um m.a. borgarskipulag og byggðaþróun.

Við bjóðum Sigríði velkomna til starfa og um leið er Vigfúsi þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og honum óskað velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni.