Nýjir straumar - tækifæri dreifra byggða

Minnisvarði um Sigurjón Rist vatnamælingamann við Hald við Tungnaá.
Minnisvarði um Sigurjón Rist vatnamælingamann við Hald við Tungnaá.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt öðrum landshlutasamtökum og Nýsköpunarmiðstö Íslands standa fyrir ráðstefnu um fjórðu iðnbyltinguna fimmtudaginn 5. september kl. 9 – 13.30. Ráðstefnan ber yfirskriftina Nýjir straumar – tækifæri dreifðra byggða og fjallar um fjórðu iðnbyltinguna. Hún verður haldin samtímis á sex stöðum á landinu, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi.

Á Selfossi verður ráðstefnan á Hótel Selfossi en ráðstefnugestir geta einnig tekið þátt í gegnum netið. (og misst af hádegisverðinum)

Skráning fer fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is

Erindi ráðstefnunnar á mikið erindi til sveitarfélagana, ekki síst í ljósi þess að nú hafa flest lokið ljósleiðaravæðingu eða með undirbúning í gangi.  Nú standa sveitarfélög og fyrirtæki frammi fyrir þeirri spurningu hvernig á að nýta ljósleiðarann og þá fjárfestingu sem í honum felst til atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Nánari upplýsingar með dagskrá má finna inná heimasíðu SASS www.sass.is