Næturvöktum við efnisvinnslu lokið

Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hætt næturvöktum við efnisvinnslu á svæðinu. Framkvæmdum verður framvegis hagað samkvæmt fyrra vaktafyrirkomulagi og unnið á hefðbundnum tíma yfir daginn. Flestir starfsmenn vinna 10 daga í senn og taka 4 daga frí á móti.

Við þökkum íbúum í nærsamfélaginu fyrir góðan skilning og samstarf á meðan á næturvöktunum stóð.