Næturvaktir við efnisvinnslu

Af vinnusvæði þar sem efnistaka fer fram
Af vinnusvæði þar sem efnistaka fer fram

Landsvirkjun vill koma eftirfarandi á framfæri:

Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hafið næturvaktir við efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða eina gröfu, tvo brjóta og hjólaskóflu sem verða við störf yfir nóttina. Ekki verður keyrt á trukkum né unnið í frárennslisskurði á næturvöktum.

Helstu hugsanleg áhrif á nærsamfélagið gætu verið ljósgangur frá vinnusvæðinu og hljóð frá bakkflautum vinnuvéla, en brjótarnir ganga nú fyrir rafmagni og eru því mun hljóðlátari en áður.

Vinnunni verður hagað eins og kostur er til að draga úr ónæði fyrir íbúa í nágrenninu.

Allar frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu verkefnisins: https://www.landsvirkjun.is/hvammsvirkjun