Næsti Gaukur

Torfhús
Torfhús

Nú nálgast júní óðfluga og þá er komið að næsta Gauk. Eins og áður hefur komið fram í Gauknum er sveitahátíðin Upp í sveit á dagskrá dagana 17. - 20. júní nk og að því tilefni verður júní Gaukurinn  sendur heim á pappír á hvert heimili í sveitarfélaginu með dagskrá og frekari upplýsingum um hátíðina. Gaukurinn kemur því næst út föstudaginn 3. júní og þarf aðsent efni í hann þarf að berast í netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir miðvikudaginn 1. júní næstkomandi.