Minnum á vorhreingerninguna

Sumarblóm
Sumarblóm

Þar sem allt er að verða svo fallega grænt og gróandi í loftinu þá minnum við á vorhreinsunina - hvetjum alla til að taka hlaðið í gegn og rölta með vegum í nágreninu, tína upp það sem fokið hefur til í vetur. Dagana 15. maí til 16. júní er hægt að fá járnagáma heim á bæi, í tvo daga í senn, án endurgjalds. Nú þegar hafa allnokkrir fengið slíka gáma heim og tekið til hendinni.  Hægt er að óska eftir gám með því að hringja eða senda póst á skrifstofu sveitarfélagsins.

Vikuna 10.-16. júní verður svo frítt að koma með sorp á gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti.