Leikskólinn Leikholt í Brautarholti leitar að drífandi kennurum og starfsfólki

Merki Leikholts
Merki Leikholts

Við leituð að leikskólakennara í 50-100% starfshlutfall fram að áramótum með möguleikan á framlengdum ráðningatíma. Sæki enginn leikskólakennari um starfið, þá er laus staða leikskólaliða eða leiðbeinanda. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Hæfiskröfur og meginverkefni leikskólakennara eru að: Skapa hvetjandi námsumhverfi og vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag, byggt á lögum um leikskóla og aðalnámskráVinna að fagmennsku að farsæld, velferð og menntun nemenda. Vinna markvisst að því að byggja upp jákvæðan skólabrag og öryggt skólaumhverfi, auk þess að hafa frumkvæði að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við foreldra.

Hæfniskröfur leikskólakennara:

  • Starfsleyfi kennara, skilyrði
  • Búa yfir sérhæðri hæfni á leikskólastigi, æskileg.
  • Kennslureynsla, æskileg.
  • Vinnusemi og stundvísi og góð meðmæli þar um.
  • Færni í að vinna náið með öðrum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.

 

Meginverkefni leikskólaliða og leiðbeinenda eru að: Skapa hvetjandi námsumhverfi og leggja sig fram um að skapa umbótamiðað lærdómssamfélag undir handleiðslu deildarstjóra. Taka þátt í daglegu starfi leikskólans og starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgja faglegri stefnu leikskólans.

Hæfniskröfur leikskólaliða og leiðbeinenda:

  • Gerð er krafa um leikskólaliða menntun í stöður leikskólaliða.
  • Vinnusemi og stundvísi og góð meðmæli þar um.
  • Færni í að vinna náið með öðrum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Hæfni til að miðla þekkingu sinni á íslensku eftir því sem við á (miðað er við kunnáttu á stigi B2 samkvæmt evrópska matskvarðanum).

Starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ í ráðningum leikskólakennara og FOSS í ráðningum leikskólaliða og leiðbeinenda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir um ráðningar hafa verið teknar. Um er að ræða tímabundin.

Umsóknir skal senda á netfangið leikholt@leikholt.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Greta Ólafsdóttir, leikskólastjóri, í síma 486-5586.

Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá. Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.