Laust starf skrifstofustjóra UTU

Skrifstofustjóri umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita (UTU) ber ábyrgð á rekstri og stjórnun skrifstofu embættisins sem staðsett er á Laugarvatni. Skrifstofustjóri starfar sjálfstætt að því að leysa störf sín farsællega og af nákvæmni. Skrifstofustjóri ber ábyrgð gagnvart stjórn UTU í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Möguleiki er á 80–100% starfshlutfalli.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Daglegur rekstur og stjórnun skrifstofu embættisins
  • Gerð fjárhagsáætlunar í samstarfi við sveitarstjóra
  • Samskipti og uppgjör vegna sameiginlegs reksturs sveitarfélaga
  • Umsjón með útsendingu og móttöku reikninga
  • Samskipti við þjónustuaðila s.s. vegna upplýsingatæknimála
  • Umsjón með efni á heimasíðu og Facebook-síðu embættisins
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
  • Þekking á skjalavörslu
  • Sterk kostnaðarvitund
  • Rík samskiptafærni og þjónustulund
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystems er kostur

 

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita (UTU) er skrifstofa skipulags- og byggingarfulltrúa sex sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu, Flóahrepps og Ásahrepps í Rangárvallasýslu. Um nokkurra ára bil var tæknisvið hjá stofnuninni en nú er starfsemin eingöngu bundin við skipulags- og byggingarfulltrúa. Hjá embættinu starfa tíu manns og fer starfsemin að mestu leyti fram á Laugarvatni. Mörg sumarhús eru á svæðinu og einkennir það starfsemi UTU umfram önnur skipulags- og byggingarembætti á landinu.

 

Sótt er um starfið á www.hagvangur.is - Umsóknina má finna hér
Umsóknarfrestur er til 23.01.2023

 

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is