Laus staða kennara í Þjórsárskóla.

Þjórsárskóli
Þjórsárskóli

Laus staða kennara í  Þjórsárskóla. 100% staða í afleysingum frá 18. mars til loka skólaársins. Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði,umsjón, heimilisfræði og útinám.

 Umsóknarfrestur til 25. febrúar 2019. Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-7. bekk. Nemendur eru tæplega 50. Þeim er kennt í fjórum kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð  áhersla á sjálfbærni,nýsköpun, útikennslu og  umhverfið. Við leggjum áherslu á að nýta það efni sem við fáum

úr Þjórsárdalsskógi og að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Yfirmarkmið skólans er að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en við tókum við því.

Vefslóð www.thjorsarskoli.is

Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru um 630 íbúar. Þéttbýliskjarnar eru við Árnes og á Brautarholti. Í hreppnum eru náttúruperlur á borð við Þjórsárdal. Þjórsárskóli er í tæplega 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.