Kjörfundur í Forsetakosningum

Þjórsárskóli
Þjórsárskóli

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna forsetakosninga þann 1. júní 2024, fer fram í Þjórsárskóla. Kjörfundur hefst kl 10.00 og og stendur til kl 22.00

Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki með mynd meðferðis, til að gera grein fyrir sér þegar þeir greiða atkvæði.

Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 1. júní, liggur frammi á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins.