Hörputurnar fyrir lífrænt sorp

Hörputurn
Hörputurn

Á fundi sveitarstjórnar í mars sl. var ákveðið að hætta að bora fyrir svokölluðum Hörputurnum fyrir lífrænt sorp, þar sem aðferðin telst ekki lengur sem viðurkennd jarðgerð á lífrænum úrgangi. Til stóð að vinna að lausn innan sveitar í samvinu við Skaftholt, en því miður gekk sú lausn ekki upp. Hægt og illa hefur svo gengið að finna aðra lausn á málinu þó ýmsar hugmyndir séu uppi.

Vegna þessa tafa við að finna aðra lausn ákvað sveitarstjórn á síðast fundi sínum því að leyfa eina borun til viðbótar hjá þeim sem það kjósa. Íbúar sem vilja fá nýjan turn til sín núna fyrir veturinn eru því hvattir til að hafa samband við skrifstofu og óska eftir því, annaðhvort í síma 4866100 eða í netfangið hronn@skeidgnup.is