- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Á morgun, þriðjudaginn 26. ágúst kl. 9:30 verður heita vatnið tekið af í Brautarholti. Þá verður nýja borholan tengd, ásamt öllum búnaðinum í dæluhúsinu sem hefur verið endurnýjaður. Gera má ráð fyrir að framkvæmdin taki allan daginn og heitt vatn komi ekki á aftur fyrr en um kvöldið. Sökum þessa, verður Skeiðalaug lokuð á morgun.