- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Heilbrigðisstofnun Suðurlands býður íbúa, gesti og gangandi hjartanlega velkomna á opið hús nýrrar Heilsugæslu Uppsveita sem staðsett er við Hrunamannaveg 3 á Flúðum, miðvikudaginn 5. nóvember frá kl. 13-16.
Heilsugæslan hefur formlega starfsemi fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi og verður opin alla virka daga frá kl. 8-15.
Íbúum Uppsveita Árnessýslu gefst þar tækifæri til að sækja fjölbreytta heilbrigðisþjónustu, þar á meðal hjúkrunarmóttöku, læknaþjónustu, ásamt mæðra- og ungbarnavernd. Jafnframt mun barnalæknir koma reglulega á heilsugæsluna. Heilsugæsla Uppsveita sinnir einnig heimahjúkrun, skólaheilsugæslu og blóðrannsóknum ásamt því að bjóða upp á leghálsskimanir.
Opnun Heilsugæslu Uppsveita á Flúðum markar mikilvægt skref í átt að bættri heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Með þessum áfanga eflir jafnframt Heilbrigðisstofnun Suðurlands framtíðarstefnu sína um öfluga, aðgengilega og góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla íbúa í Uppsveitum Árnessýslu.