Haust og vetrarfrí fjölskyldunnar - Markaðsstofa Suðurlands

Haust í Gjánni
Haust í Gjánni

Nú fer að líða að haust- og vetrarfríum í skólum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu, í flestum skólum eru haustfrí núna um miðjan október. Líkt og síðasta vetur ætlum við að leggja áherslu á Haust- og vetrarfrí fjölskyldunnar.

Við munum kynna fjölbreytta möguleika sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í vetarfríinu í fréttamiðlum og á netmiðlum. Við munum leitast við að kynna fjölskylduvæna þjónustu og afþreyingu.

Eins og síðastliðinn vetur þegar við fórum af stað með þetta verkefni, viljum við bjóða aðildarfyrirtækum Markaðsstofunnar að taka þátt í þessu með okkur. Það er hægt að gera með ýmsum hætti s.s. bjóða afslætti, vera með tilboð eða sérstaka uppákomu/viðburð í vetrarfríinu. Einnig ef þið eruð með vöru eða þjónustu sem er sérstaklega fjölskylduvæn og eruð með hugmynd um hvernig hægt er að tengja hana við vetrarfríin á annan hátt þá endilega sendið okkur línu.

Þau fyrirtæki sem taka þátt í þessu verkefni eru sérstaklega kynnt í texta um vetrarfríin á hverju svæði.

Ef þið hafið áhuga á að vera með í þessu verkefni og/eða hafið einhverjar spurningar þá endilega sendið okkur línu.

 

Kær kveðja

Kær kveðja / Kind regards

Guðmundur Fannar Vigfússon

Verkefnastjóri | Project Manager

+354 560-2050 | fannar@south.is