Glæsileg íbúð að Bugðugerði 9 B afhent sveitarfélaginu

Á þessum fallegi degi afhenti Þrándarholt sf Skeiða- og Gnúpverjahreppi nýja og fullgerða íbúð að Bugðugerði 9 í Árneshverfi. Íbúðin er 100 fermetrar að stærð og öll hin glæilegasta.

Ingvar Þrándarson framkvæmdastjóri Þrándarholts sf og Kristófer Tómasson sveitarstjóri innsigluðu afhendinguna með tilheyrandi hætti á tímum Kórónaveirunnar. Olngbogar mættust.

Íbúðin er hluti af þriggja íbúða raðhúsi. HInar íbúðirnar tvær eru báðar seldar.