Fjallskil og réttir í Gnúpverjahrepp þetta haustið

Safarík krækiber við Fossá
Safarík krækiber við Fossá

 

Réttað verður í Skaftholtsréttum föstudaginn 12. september og verður safnið rekið inn kl. 12.00. Hér fyrir neðan koma fram ýmsar upplýsingar tengdum fjallferð og fjallskilum á Gnúpverjaafrétt.

 

Lagt verður upp í Sandleit miðvikudaginn 3. september og í eftirsafn miðvikudaginn 17. september.

Guðmundur Árnason er fjallkóngur í fjallsafni og Sigurður Loftsson foringi í eftirsafni. Fjallskilasjóður sér fyrir mat og heyi í allar leitir.

 

Fjallmenn eru beðnir að merkja föggur sínar vel og hafa samband við trússara og láta vita hvar föggur þeirra verða.

Ef gulu fjallmannavestin liggja heima hjá einhverjum eru þeir vinsamlegast beðnir um að skila þeim sem fyrst til Fjallkóngs.

Reykjaréttir eru laugardaginn 13. september og hefjast kl. 9.00. að réttum loknum verður féð flutt í Skaftholtsréttir og dregið þar í sundur.

Landeigendur athugið:

Almennur smaladagur er 27. september og skilarétt í Skaftholtsréttum þann 28. september. Tímasetning skilarétta verður auglýst síðar.

Í fjallskilareglugerð á www.skeidgnup.is eru landeigendur hvattir til þess að hafa eftirfarandi grein reglugerðarinnar í huga á almennum smaladegi:

“Hverjum bónda ber að hreinsa vel heimalönd sín af öllum óskilum við hverja almenningssmölun og halda öllu fé annarra sem best til skila.”

 

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti 2025

Sandleit:

Þjórsárholt: Guðmundur Árnason fjallkóngur

Gunnbjarnarholt: Haukur Arnarsson

Trúss: Gylfi Sigríðarson

Norðurleit:

Eystra-Geldingaholt: Anna Birta Jóhannesdóttir

Eystra-Geldingaholt: Jón Bragi Bergmann

Steinsholt I: Hrafnhildur Jóhanna Björg Sigurðardóttir

Stóri-Núpur: Hjördís Ólafsdóttir

 

Trúss:

Stöðulfell: Oddur Guðni Bjarnason

 

Dalsá:

Ásar: Baldur Jónsson

Gunnbjarnarholt: Pim Peek

Hagi II: Jörundur Tadeo Guðmundsson

Hæll I: Jóhanna Höeg Sigurðardóttir

Hæll I: Ástráður Unnar Sigurðsson

Hæll II: Bryndís Einarsdóttir

Hæll II: Axel Stefánsson

Hæll II: Helga Kristín Eiríksdóttir

Minni-Mástunga: Finnbogi Jóhannsson

Skarð: Magnús Arngrímur Sigurðsson

Stóri-Núpur: Senthil Iniyan Msk Mahalingam

Þjórsárholt: Ásta Ivalo Guðmundsdóttir

Þrándarholt: Brynjar Már Björnsson

Ásólfsstaðir: Sigurður Páll Ásólfsson

Óráðstafað: 3 pláss

 

Trúss:

Hæll I: Steinþór Birgisson

Eftirsafn:

Steinsholt I: Sigurður Loftsson, foringi

Hagi II: Guðmundur Árnason

Hæll I: Valgerður Einarsdóttir

Ljóskolluholt: Birkir Þrastarson

Steinsholt I: Bergur Þór Björnsson

Stóra-Mástunga: Haukur Haraldsson

Þrándarholt: Arnór Hans Þrándarson

Laugardagur:

Brúnir: Lilja Loftsdóttir

Skarð: Katrín Ástráðsdóttir

Þrándarholt: Ingvar Þrándarson

 

Trúss:

Steinsholt I: Sigurður Örn Arnarson

Óráðstafað: þrír smalar að Dalsá