Fjallskil Gnúpverja 2016

Fjárhellirninn í Gjánni í Þjórsárdal.
Fjárhellirninn í Gjánni í Þjórsárdal.

     Lagt verður upp í Sandleit miðvikudaginn 7.   sept. og eftirsafn  laugardaginn. 24. september. Fjalldrottning verður Lilja Loftsdóttir og  foringi í Eftirsafni,  Bjarni Másson. Fjallskilasjóður sér fyrir mat og heyi  í        allar leitir. Réttardagurinn í Skaftholtsrétum er föstudagur 16. september og verður safnið rekið inn kl. 11.00.

     Fjallmenn eru beðnir að merkja föggur sínar vel og hafa samband við trússara og láta vita hvar föggur þeirra  verða.  

     Þeir sem sjá sér fært að senda bakkelsi með fjallmönnum sínum, hafi samband við matráða.

     Ef gulu fjallmannavestin liggja heima hjá einhverjum eru þeir vinsamlegast beðnir um að skila þeim sem fyrst.

     Eftirsöfnum Gnúpverja, Skeiða og Flóamanna verður réttað í Skaftholtsréttum að morgni sunnudags  hálfum mánuði eftir aðalrétt, ásamt óskilum úr                   heimashögum en lögboðinn  smaladagur er degi áður (laugardag).  Skilarétt verður sunnudaginn 02.okt. kl. 10.00. 

    “Hverjum bónda ber að hreinsa vel heimalönd sín af öllum óskilum við hverja almenningssmölun og halda öllu fé annarra sem best til skila”.  Sjá má                 fjallskilareglugerð í markaskrá, og eru landeigendur hvattir til að kynna sér hana.

    Reykjaréttir eru laugardaginn 17. september og hefjast kl. 9.00. Þar er fjáreigendum ætlað að koma og draga fé sitt í sameiginlegan dilk Gnúpverja, að réttum loknum              verður  féð flutt í Skaftholtsréttir og dregið þar í sundur.

     Sandleit:

      Eystra-Geldingaholt trúss: Ólafur Jóns.  

      Brúnir: Lilja Loftsdóttir fjalldrottning

      Hæll 1: Helga HØeg

 

     Norðurleit:

       Háholt : Jón Bragi Bergmann

     Steinsholt 1: Sigurður Loftsson

     Hæll 2: Einar Gestsson

     Þrándarholt: Ingvar Þrándarson

 

     Dalsá:

    M-Mástunga:  Jón Marteinn Finnbogason

    Hæll 2: María

    Stóri Núpur: Hjördís Ólafsdsóttir,

    Ásar: Jón Hákonarson, Haukur Vatnar Viðarsson

    Eystra-Geldingaholt:  Einar Hugi Ólafsson, Sigurþór

     V-Geldingaholt: Bryndís Heiða Guðmundsd.

    Steinsholt I: Hrafnhildur Jóhanna Björg Sig.

    Steinsholt 2: Sveinn Sigurðarson

    Háholt: Bryndís Eva Óskarsdóttir

    Eystra-Geldingaholt: matráður  Ágústa Rúnarsdóttir

    Stöðulfell: trúss Gísli Viðar Oddsson

    Sandlækjarkot: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Jónas Jónmundsson

    Hæll 3: Ólafur Oddsson

    Skarð:  Sigurður Unnar Sig.- Ástráður U. Sig.

    Þjórsárholt: Guðmundur Árnason

 

Eftirsafn:

Háholt: Bjarni Másson foringi,

Hlynur Kristjánsson

Eystra-Geldingaholt  trúss: Ólafur Jóns.

Hæll III: Birkir Þrastarson

Þrándarholt : Arnór Hans Þrándarson

Þjórsárholt: Guðmundur Árnason

 

Norðurleit trúss:

Háholt: Sigurður Kárason

 

Óráðstafað

Eftirsafn: 2 menn