Félagsheimilið Árnes - rekstraraðili óskast

Félagsheimilið Árnes
Félagsheimilið Árnes

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir til leigu rekstur félagsheimilisins Árness frá og með vori 2021. Um er að ræða leigu á félagsheimilinu Árnesi og því sem fylgir. Í húsinu er framleiðslueldhús  og salarkynni fyrir veitingarekstur sem rúmar allt að 360 manns.  Umsóknum skal skila eigi síðar en 8. desember 2020 á netfangið kristofer@skeidgnup.is  eða í lokuðu umslagi merkt Árnes 2021.  Nánari upplýsingar veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri. Sími 486-6100. netfang: kristofer@skeidgnup.is

Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um menntun og reynslu umsækjanda.

Sveitarstjóri