Ertu að leita að vinnu?

80 – 100 % starfshlutfall

Leikskólinn Leikholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi leitar að einstaklingi í 80-100% starfshlutfall, tímabundið til 1. maí með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn er staðsettur í um 20 mínútna fjarlægð frá Selfossi.

Leikskólinn Leikholt er þriggja deilda leikskóli. Á hverri deild eru um 7-16 börn. Á leikskólanum eru um 40 nemendur frá aldrinum 1. árs til 6 ára. Við leikskólann vinnur samheldin hópur starfsmanna þar sem lögð er áhersla á samvinnu milli starfsfólks.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt áherslum leikskólans undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur

  • Starfsleyfið kennari
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði, gleði og sköpun í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélagi.

Um er að ræða tímabundið starf til 1. maí 2023 með möguleika á framlengingu og fastráðningu.

Umsóknir sendist á netfangið leikholt@leikholt.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Greta Ólafsdóttir, leikskólastjóri, í síma 486-5586.

Öll sem ráðin eru til starfa við leikskóla þurfa undirrita heimild til þess að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Fólk af öllum kynjum eru hvött til að sækja um.

 

Fáist ekki til starfsins einstaklingur með starfsleyfi sem kennari er ráðið í starfið út frá öðrum hæfniskröfum sem fram koma í auglýsingunni.