Endurnýjun Hörputurna - lokafrestur til að panta

Hörputurn
Hörputurn

Eins og áður hefur verið auglýst ákvað sveitarstjórn að leyfa "einn umgang enn" af  endurnýjun Hörputurna. Starfsmenn Strá ehf. hafa verið á fleygiferð um sveitina að bora holur og listinn fer að styttast. Ef fólk vill tryggja sér endurnýjun á holu fyrir veturinn biðjum við um að pantanir þar um berist fyrir mánudaginn 8. nóvember nk.