Borun nýrrar heitavatnsholu í Brautarholti - lokun í dag

Borað fyrir nýrri holu
Borað fyrir nýrri holu

Nú stendur yfir borun fyrir nýrri heitavatnsholu í Brautarholti. Verkið mun standa yfir næstu daga. Verið er að endurnýja 70 ára gamla holu sem hefur legið undir skemmdum í langan tíma. Þegar borun á sér stað þarf að taka heita vatnið af Brautarholti til að koma í veg fyrir að drulla fari yfir í gömlu holuna og skili sér beint inní lagnir allra húsa.

Lokað verður fyrir heitavatnið núna í dag, fimmtudaginn 17. ágúst og áætlað að það komi á aftur um kl. 15 í dag.

Allar upplýsingar um hvenær vatn er tekið af og sett aftur á koma einnig frá Óla Frey í gegnum facebook íbúasíðuna í Brautarholti.

 

Ef einhverjar spurningar eru, þá er velkomið að hafa samband við sveitarstjórann í síma 779-3333.