Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Appelsínugulur fáni gegn kynbundnu ofbeldi
Appelsínugulur fáni gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember sl. hófst árlegt alþjóðlegt sextándaga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið hefst þann 25. nóvember sem er alþjóðadagur sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna þann 10. desember. í ár er átakið helgað stafrænu ofbeldi sérstaklega.  Af þessu tilefni blaktir við hún hér fyrir utan skrifstofu Skeiða-og Gnúpverjahrepps, appelsínugulur fáni, sem er litur Soroptimistaklúbbs Suðurlands, en klúbburinn og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, ásamt mörgum öðrum stofnunum og sveitarfélögum, eru samstarfsaðilar um Sigurhæðir, þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.