Almennt um göngur og réttir vegna COVID-19

Reykjaréttir
Reykjaréttir

Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll
almannavarnir“
.
 Sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta
og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir.

 Ef ekki er hægt að tryggja að framkvæmd gangna og rétta sé í samræmi við sóttvarnarreglur
þarf að sækja um undanþágu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á því að sækja um slíka undanþágu á
netfangið 
hrn@hrn.isSjá auglýsingu HRN 14. ágúst 2020. 10.gr.
 Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt
strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 200 manns.

 Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.
 Vegna smitvarna er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd.
 Fjallaskálar/húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir smala og þá sem hafa
hlutverk í göngum/leitum þann tíma sem göngur/leitir standa yfir. Ábyrgðaraðili fjallskila
tryggir í samvinnu við rekstraraðila húsnæðis að svo megi verða